Brosmildir hundaeigendur

Þórhildur Bjartmarz:

Á kynningarfundi um íslenska fjárhundinn í Neskirkju á dögunum sagði kona ein mjög sannfærandi:

Hundaeigendur eru alltaf í svo góðu skapi

Ég flýtti mér að samþykkja þessa fullyrðingu en spurði samt til öryggis hvernig hún hefði komist að þeirri niðustöðu. Svarið kom um hæl:

Þegar ég mæti hundaeigendum í göngu þá bjóða þeir alltaf  góðan daginn brosandi

Sem sagt konan hafði ekki lesið fræðigreinar um hversu góð áhrif hundar hafa á líf okkar og hversu samvera með hundum gera okkur gott. Nei, þetta var niðurstaða hennar úr daglegum göngutúrum í vesturbæ Reykjavíkur. Þegar hún mætir fólki með hunda þá er það miklu brosmildara en annað fólk. Dásamleg niðurstaða konunnar.

Niðurstaða sem kemur okkur sem eigum hunda sannarlega ekki á óvart. Við vitum hve vel okkur líður í gönguferð með hundinn okkar – hvort sem það er í einhverjum óbyggðum eða um götur borga og bæja.

 

20161007_123104

BROS GETUR BREYTT HUGARFARI