Pennarnir

Eftirtaldir aðilar eru fastir pistalahöfundar á síðunni:

Þórhildur Bjartmarz

Þórhildþorhildur1ur Bjartmarz er hundaþjálfari í hundaskólanum Hundalíf þar sem hún er leiðbeinandi á hvolpa/grunnnámskeiðum og hlýðninámskeiðum. Þórhildur hefur áhuga á öllu sem varðar hundalífið sérstaklega þó allskyns vinnu með hundum. Hún hefur viðurkennd dómararéttindi frá HRFÍ til að dæma hlýðni og sporapróf. Þórhildur var formaður Hundaræktarfélags Íslands frá 1997-2005. Hún hefur mikla þekkingu á sögu hunda á Íslandi og hefur tekið saman heimildir í fyrirlestra sem hún kallar hundalíf í sögu þjóðar.

Þórhildur á þrjá hunda, schäfer, íslenskan fjárhund og border terrier. Þórhildur mun skrifa pistla um ýmis efni og mun leita efnis fyrir síðuna ásamt því að finna pistlahöfunda sem eru tilbúnir til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Þeir sem vilja hafa samband við Þórhildi er bent á netfangið; hundalif@hundalif.is eða thorhildurbjartmarz@gmail.com

Jórunn Sörensen 

Jórunn er framhaldsskólakennari á eftirlaunum. Hún er dýravinur og ber hag allra dýra fyrir brjósti – villtra dýra heimsins, tilraunadýranna, húsdýranna og þeirra dýra sem höfð eru sem tannhjól í verksmiðjum matvælaframleiðslu. Einlægur andstæðingur dýragarða. Vann beint að dýravernd í rúm tuttugu ár sem formaður Sambands dýraverndarfélaga Íslands. Á heimili hennar eru bæði hundar og kettir. En af hverju bloggar Jórunn hér? Eins og hún segir sjálf sér hún loksins, á sínum gömlu dögum, hve aðstæður hundaeigenda á Íslandi eru óviðunandi og vill leggja sitt af mörkum til þess að breyta því.

Þeir sem vilja hafa samband við Jórunni er bent á netfangið vorverk@simnet.is