Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ nr 6 2022

Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ nr 6 2022

Sjötta hlýðnipróf ársins var haldið sunnudaginn 11. september í reiðskemmu Sprettara. Sex hundar voru skráðir í prófið sem er lágmarksfjöldi til að próf sé haldið. Einungis fjórir voru mættir við nafnakall kl 10

Bronsmerki Einn hundur var skráður

Í 1. sæti með 139,5 stig og Bronsmerki HRFÍ IS29990/21 ISJCh Hjartagulls Mamma Mía Lea, Poodle standard og Björn Ómarsson

 

 

Hlýðni I Fimm hundar voru skráðir – þrír mættu – einkunnir og sætaröðun:

Í 1. sæti með 178,5 stig I. einkunn IS30408/21 Tinnusteins Aurskriða, German shepherd og Tinna Ólafsdóttir

Í 2. sæti með 172,5 stig I. einkunn og Silfurmerki HRFÍ IS13430/09 Stefstells Helga Fagra, íslenskur fjárhundur og Andrea Björk Hannesdóttir

Í 3. sæti með 119,5 stig III. einkunn IS30352/21 Víkur Black Pearl, Australian shepherd og Andrea Björk Hannesdóttir

Þetta var annað prófið í röð sem Tinnusteins Aurskriða var í efsta sæti í Hlýðni I

Það er gaman að geta þess að Helga Fagra sem var í 2. sæti er 13 ára gömul og er örugglega elsti hundur sem hefur fengið Silfurmerki HRFÍ en til þess þarf hundurinn að ná I.einkunn í Hlýðni I

Dómari: Þórhildur Bjartmarz

Prófstjóri: Berglind Gísladóttir

Ritari: Helga Þórunn

Einkunnir eru birtar með fyrirvara um villur. Eins og fyrr er þátttakendur hvattir til að fara yfir prófblöðin og láta vita ef villur leynast í útreikningi eða fréttum um prófið

Stjórn Vinnuhundadeildar þakkar fyrir þátttökuna og minnir á næstu próf sem verða haldið á Akureyri um aðra helgi

Dýrheimar umboðsaðili Royal Caning á Íslandi er styrktaraðili Vinnuhundadeildar HRFÍ