Nær daglegir göngutúrar með hundinn í Hólavallakirkjugarði

Fyrrum borgarstjóri brýtur reglur um umgengni kirkjugarða nær daglega

Nær daglegir göngutúrar með hundinn í Hólavallakirkjugarði – Bannað samkvæmt reglum

Fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, viðurkennir, líklega óafvitandi, í helgarpistli sínum í Fréttablaðinu að brjóta reglur um umgengni kirkjugarða í höfuðborginni nær daglega.

Í pistlinum segir Jón:

„Þegar ég er beðinn um að stinga upp á mínum uppáhaldsstað í Reykjavík þá nefni ég alltaf Hólavallakirkjugarð. Þangað fer ég nær daglega til að ganga um með hundinn minn og hlusta á hljóðbækur. Þar er ró og friður og mér finnst fáir staðir á Íslandi jafn íslenskir og Hólavallagarðurinn; undurfallegur strúktúreraður í óskipulagi sínu.”

Árvökull lesandi bendir hinsvegar Jóni á að samkvæmt reglum um umgengni í kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma nr. 800 frá árinu 2000 segir:

Í kirkjugörðum er bannað að fara um með hesta, hunda eða önnur dýr.

DV BJÖRN ÞORFINNSSON

http://www.dv.is/frettir/2015/7/5/fyrrum-borgarstjori-brytur-reglur-um-umgengni-kirkjugarda-naer-daglega/