Frétt frá MAST varðandi hundafóður

Salmonella í hundafóðri

07.10.2016 Innkallanir

Fyrirtækið Hundahreysti ehf. hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað eina lotu af hráu hundafóðri framleiddu af fyrirtækinu eftir að salmonella greindist í sýni af því. Um er að ræða Nordic ferskfóður nauta með framleiðsludagsetningu 28.09.2016. Sýnin voru tekin af fyrirtækinu skv. kröfum fóðurlöggjafarinnar og tilkynnti fyrirtækið greininguna til Matvælastofnunar og viðskiptavina. Fóðrinu var eingöngu dreift í gegnum vefverslun fyrirtækisins.

Matvælastofnun hefur hafið vinnu við að rekja uppruna smitsins.

  • Vöruheiti: Nordic ferskfóður nauta, framleitt 28.09.2016
  • Framleiðandi: Hundahreysti ehf., Bæjarhrauni 24, Hafnarfirði
  • Ástæða: Greining á salmonellu
  • Dreifing: Hundahreysti ehf. í gegnum vefverslunina www.hundahreysti.is

Þeir sem eru með þetta fóður með fyrrgreindri framleiðsludagsetningu geta skilað fóðrinu til Hundahreystis ehf., Bæjarhrauni 24, Hafnarfirði.

Ítarefni

  • Upplýsingasíða Matvælastofnunar um innkallanir