Hundurinn minn

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ svarar spurningum Hundalífspóstsins:

Hvað heitir hundurinn þinn/hundarnir þínir/teg og aldur?

Hundurinn heitir Bjartur og er golden retriever.  Hann verður 11 ára í maí 2016.

 Af hverju valdir þú þetta kyn?

Við völdum golden retriever, m.a. vegna þess að ég hafði mjög góða reynslu af tegundinni.  Systir mín átti golden tík sem var frábær. 

Hersu lengi hefur þú átt hund/hunda?

Síðan við fengum Bjart árið 2005.

Hvernig lýsir þú samskiptum þínum/fjölskyldunnar og hundsins? 

Það eru tveir hundar (Bjartur og vinnuhundur) á heimilinu og heimilislífið snýst að miklu leyti um hundana, göngutúra, matmálstíma osfrv.  Hundarnir eru hluti af fjölskyldunni.

 Er lífið betra með hundum?

 Það er ekki spurning að lífið er betra með hundum. Að eiga hund hefur gefur gefið mér mikið.  Bjartur er góður félagi, hlustar alltaf fordómalaust á mig eftir erfiða vinnudaga og telur mig vera hafin yfir gagnrýni.  Hann er alltaf til í að koma í göngutúr og rífur mig af stað þegar ég er löt.  Í gegnum Bjart hef ég líka kynnst nýju fólki og eignast góða og trausta vini. 

 Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?

 Vegna vinnu minnar ferðast ég mikið, aðallega í Evrópu.  Hef sérstaklega gaman að því að sitja við hliðina á hundum í innanlandsflugi (til dæmis milli Serbíu og Þýskalands), horfa á hunda með vatnsdall og kex á hinum fínustu veitingastöðum, til dæmis í Sviss og á Möltu.  Hef verið á hótelum til dæmis Ungverjalandi og Svíþjóð þar sem sérstaklega er hugað að hundum og hundaeigendum, verið í strætó með hundum osfrv.   Ég hef aldrei orðið vör við vandamál í tengslum við hundahald og aðgengi hunda í þessum löndum.  Væri óskandi að horft væri til reynslu annarra þjóða í þessum málaflokki. Tel að hundahald og dýrahald bæti þjóðfélagið.

 

hótel mynd frá Klöruklara og bjartur á göngu klara og bjartur