Slíkur hundur er ómetanlegur

Ræktandi sem starfar við að aðstoða börn og unglinga segir frá:

Ég hef unnið með börn og unglinga sem eiga við fjölþættan vanda að stríða og eru oft félagslega einangruð og innilokuð. Þau eiga erfitt með að mæta í skóla og sinna sínu daglega lífi. Oft eru þau með alvarlegar greiningar sem valda einangrun eða mjög erfiðri hegðun í skólaumhverfinu. Einnig hef ég unnið með afbrotaunglinga sem hafa brennt flestar brýr að baki og koma frá erfiðum fjölskylduaðstæðum. Allir eiga þessir einstaklingar það sameiginlegt að hafa greiningar að baki og mætt andbyr í lífinu þó ung séu. Traust er lítið sem ekkert og tilfinninngaleg tengsl rofin við aðstandendur og þau hafa lokað sig af á einhvern hátt.

Ég hafði heyrt um að therapy hundar væru notaðri víða erlendis með þessum einstaklingum til að byrja á því að mynda tengsl við nýja einstaklinga. Eftir að forvinna hafi verið gerð og stuttur prófill/ferill gerður með mið af greiningum, heimilisaðstæðum og grunnskólagöngunni í heild á þeim tímapunkti sem þetta er notað. Mikilvægur punktur er að hafa hegðun heima, í skóla og almennt í huga til að vita hvaða hundur hentar og hvernig skal byrja vinnunna. Hundur er iðulega það sem nær tengslum eftir erfiða hegðun og einangrun. Á eftir hundum eða köttum eru hestar mikið notaðir líka erlendis. En ég hef aðgang að hundum og er að rækta svo ég veit hvaða skapgerð og eiginleika ég er með í höndunum. Það mikilvægasta í fari hundsins er þolinmæði, samvinnuvilji, jafnvægi og að vera opinn til að vilja nálgast einstaklinga óháð tilfinnningalegu ástandi hvers einstaklings.

Stærð hundsins getur stundum verið mikilvæg en stórir hundar vekja stundum ótta hjá þeim sem eru viðkvæmir. Þegar ég hóf ræktun hafði ég þetta í huga því ég vildi rækta hunda með þessa vinnu í huga.

En að vinnunni með hundanna

Fyrst notaði ég risa schnauzer og dvergschnauzer. Ég var með unglinga sem voru langt leiddir og þurfti því örlítið þrjóskan og stabilan hund sem væri þó húsbóndahollur. Þegar ég sá góðan árangur og tengsl mynduðust var ég viss um að þetta væri úrræði sem myndi henta mínum skjólstæðingum. Risinn náði í unglinginnn og kom honum frammúr og fylgdi honum í skólann. Hundurinn lærði fótbolta og það var byrjun á annarri hreyfingu en að herja á samfélagið og skapa ótta og flótta frá því sem þurfti að sinna. Þetta styrkti mig enn frekar í þeirri aðferð sem mikið er notuð erlendis og þá sérstaklega í Svíþjóð og Noregi. 

Með þetta að leiðarljósi hóf ég markvissa þjálfun með dvergschnauzer þar sem hann hentaði betur inn í íslenskt skólastarf og var  hægt að nota fleiri en einn hund í einu og kennt fleirum í einu á félagsleg samskipti því það tekur andlega toll af hundinum að vinna þessa vinnu.

Stundum þurfa þeir að bíða lengi og fá ekki umbun né hreyfingu ef einstaklingurinn er mjög erfiður en þarf að vera til staðar. Einnig þurfa þeir að geta „leiðrétt mig“ ef ég hef reiknað einstaklinga ranglega hvað þarfir á félagslegum tengslum. Slíkur hundur er ómetanlegur í vinnu og mikill styrkur.

Að sjálfsögðu þarf leyfi foreldra til að vinna með einstaklinga á þessum grundvelli því það er óhefðbundið og bóklegt nám er sett til hliðar á einhverjum tímapunkti. Skólastjórnendur þurfa að samþykkja þetta einnig þar sem vinna fer oft fram á skólatíma en utan skólans. Í erfiðustu tilfellunum er sótt um leyfi til að hafa hundinn í skamma stund í minni stofu þar sem vinna fer framm í 10 – 15 mín og hundurinn þarf svo að bíða í bílnum. Minn helsti dvergschnauzer í þessu er nú orðin 9,5 ára og hefur aðstoðað ógrynni af börnum og unglingum til að ná félagslegum þroska, rjúfa einangrun, kenna samvinnu, finna félgaslega óhæfa einstaklinga í grúppum og vera brú í samskiptum.

Þessi meðferðarhundur hefur þó aldrei fengið þá viðurkenningu sem hann á skilið vegna þeirra annmarka sem er á hundahaldi og reglugerð um hunda. Ekkert félag er til að styðja við bakið á eigendum hunda sem eru hæfir í þetta né vilji til að viðurkenna hunda almennt sem mikilvægt úrræði. Á 8 árum hefur þessi meðferðarhundur bjargað lífi, rofið einangrun, skapað vináttutengsl og fundið ótal einstaklinga sem áttu mjög erfitt en þjáðust í hljóði.

Til að benda á mikilvægi þessara hunda hef ég fengið leyfi til að birta eftirfarandi eftirmæli vegna þess að einstaklingur er að kveðja sinn meðferðarhund sem lætur í lægra haldi vegna krabbameins. Kveðja hundinn sem kom einstaklingum til bjargar og kom honum inn í samfélagið aftur. Eftirmælin eru ekki með leiðrétta stafsetningu og sýna klárlega hversu tilfinningaríkur þessi einstaklingur er og hversu þakklátur hann er fyrir þennan fyrsta vin sinn sem var með honum í gegnum alla erfiðleikanna.

„Tileignað vini minnum king inthe castle sem sannarleiga one ofa kind svo þrjósgur og ágveðin hundur og firsti besti  vinur minn þú vorðaðist mig ekki“

„Gomst alltaf brosandi og tyllandi skott og við gerðum mart saman“

„Saman gerdum við hluti sem þó hvorugur vissi af hverju við gerdum þá, en það var gaman „

„Án þín vissi eg ekki um sanna vinátu og falegt samband við besta vin mansins“therapy-dog-quote

„Þú ert aðalstædan að ég svipti mig ekki lifi og kom úr  herberginu mínu þú geltir til ad láta mig vita að þú varst komin“

„þá fyst sá ég tilgang ad lifa og gefast ekki upp, ekki láta kviðan loka mig inni, án þin hefði ekki verid  hér enntá“

„Þin verdur sart sagnað og ég mann þig altaf, þú ert bestur, þú varst sanur vinur“

 

Þetta er úr kveðjubréfi til þess hunds sem ég hef unnið mest með sem meðferðarhund í gegnum árin þessi einstaklingur er með fjölþættan vanda og er í dag orðin fullorðin. Hann var einungis í 6. bekk þegar minn hundur  kom til sögunnar. Hafði átt mjög erfiða skólagöngu, erfitt heima og sá enga lausn með sinn vanda. Minn hundur kom heim til hans í byrjun, var svo með honum í skólanum 3 í viku. Einstaklingurinn fór að mæta aftur og kláraði grunnskólann og hefur ennþá sambandi við okkur í dag. Hann umgengst hundanna mína ennþá og er þakklátur fyrir þá þolinmæði sem hundurinn sýndi honum alltaf óháð geðsveiflum var hundurinn alltaf við hlið hans og brosandi með dillandi skott. Þá daga kom hundurinn örþreyttur heim og svaf til næsta morguns, þetta tekur á hundanna og því er mikilvægt að hafa fleiri en einn tiltækan og geta notað fleiri í einu.