Tæplega 3000 vilja gæludýravegabréf

www.visir.is/Sunna Karen Sigurþórsdóttir:

Félagsmenn í Hundaræktarfélagi Íslands afhentu í gær Einar K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, undirskriftir tæplega þrjú þúsund hundaeigenda sem krefjast þess að gæludýr fái vegabréf og að fallið verði frá reglum um sóttkví og einangrun gæludýra við komuna til landsins.

Hundaeigendur segja núverandi fyrirkomulag úrelt, óþarft og til þess eins fallið að valda erfiðleikum fyrir dýr og menn. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, var viðstaddur afhendingu undirskriftanna, en hann hefur tvívegis lagt fram frumvarp þar sem hann leggur til að reglur um innflutning gæludýra verði rýmkaðar, meðal annars með útgáfu sérstakra gæludýravegabréfa.

http://www.visir.is/taeplega-3000-vilja-gaeludyravegabref/article/2015151019187