Hundalifspostur.is

Þórhildur Bjartmarz:

Á næstu dögum mun hundalifsblogginu verða breytt í hundalifspostur.is. Bloggið sem átti að vera smátt í sniðum breyttist á örstuttum tíma í fréttasíðu tengdum hundum. Hundalífspóstur er því mun betri lýsing á málefnum síðunnar sem fjallar um allt mögulegt sem varðar hunda og hundahald.

Á tæplega tveimur mánuðum höfum við birt rúmlega 70 greinar og flettingar eru komnar yfir 21.000. Við þökkum þeim sem hafa sent okkur greinar og lesendum fyrir frábærar móttökur.

Þeir sem vilja koma pistlum eða fréttum á síðuna er velkomið að hafa samband við Þórhildi: thorhildurbjartmarz@gmail.com.

Að lokum viljum við á hundalifspóstinum þakka þeim sem hafa sent okkur hvatningarorð og þakkir.

Jónína Sif, Jórunn Sörensen og Þórhildur Bjartmarz