Frá fræðslukvöldi um rallý-hlýðni

Þórhildur Bjartmarz:

Silja Unnarsdóttir kynnti rallý-hlýðni á fræðslukvöldi Hundalífs sunnudagskvöldið 20. marz. Silja hefur stundað rallý með tvo border colle hunda í Danmörku síðastliðin fjögur ár.

Silja sagði rallý vera ungt en vaxandi hundasport í heiminum. Fyrsta mótið í rallý-hlýðni var haldið árið 2000.

Fyrirkomulagið er þannig að það eru settar upp 10 – 20 æfingar í braut og keppt í 4  styrkleikaflokkum. Undirstaðan er alltaf hælganga og gengin er fyrirfram ákveðin braut sem er sett upp með mismunandi hætti hverju sinni. Í brautinni eru standar sem sýna hvaða æfingu hundur og stjórnandi eiga að leysa. Stjórnandi hunds er á eigin vegum í brautinni þ.e.a.s það er enginn sem stýrir eða tilkynnir hvaða æfingu á að leysa næst.

„Þetta er sport sem allir geta tekið þátt í“ sagði Silja og átti þar við bæði menn og hunda. Fleiri tegundir hunda ná góðum árangri í rallý heldur en í hlýðni. Allt er frjálslegra en í hlýðniprófum t.d. er leyfilegt að tala allan tímann við hundinn og nota bendingar. Það tekur ca 2-3 mín að fara í gegnum brautina.

“Rallý-hlýðni er mjög vinsælt í Danmörku og miklu vinsælla en hlýðniprófin” sagði Silja.

Nokkrar umræður fóru fram eftir kynninguna og væntanlega ekki langt í að hundaeigendur á Íslandi byrja að æfa rallý-hlýðni.

Hundalíf þakkar Silju Unnarsdóttur fyrir kynninguna.

rally

 

 

 

rally-signs