Mbl: Áróður gegn hundahaldi 1988

 

 

Vinur mannsins

Síðastur manna mun ég mæla gegn því, að hundurinn getur verið góður vinur. Reyndar er hundurinn svo lítilmótleg skepna að hann á það til að láta vel að eiganda sem að öllu jöfnu fer illa með hann. Sumir hundaeigendur telja jafnvel að því meir sem þeir berja hundinn sinn, því betur sé hann taminn. Þetta atriði hefur verið mér umhugsunarefni, því að sumt fólk er þannig að það nýtur sín ekki nema hafa einhvern til að kúga. Mér hefur þess vegna stundum fundist að það sé þó alltaf skárra að viðkomandi berji hundinn sinn en konuna eða börnin.

Það hlutverk hundsins, að taka á sig barsmíðar, sem ella lentu á fjölskyldunni, er væntanlega ómetanlegt. Þetta hlutverk í fjölskyldulífi borgarinnar er það eina sem ég teldi réttlæta hundahald í borginni. Á hitt er þó einnig að líta að þjónusta geðlækna og sálfræðinga er orðin svo aðgengileg að hundahald í því skyni að veita bældum ofbeldismönnum útrás, ætti að vera óþarft með öllu. Niðurstaðan er því sú að þó að sumir séu svo gerðir að geta ekki eignast góða vini meðal manna, er alger óþarfi að láta þá komast upp með að níðast á hundum. Mætum því í kosninguna og kjósum gegn hundahaldi í Reykjavík. Hrein torg, fögur borg. Láttu ekki hundsins eftir liggja.

Kristinn Snæland skrifaði margar neikvæðar greinar í öll dagblöðin um hundahald í Reykjavík á níunda áratugnum. Þetta er aðeins úrdráttur úr stórri grein sem fjallar um hundaskít, geltandi hunda og fleira.  Þessi grein er samt sú ógeðfeldasta af þeim öllum að mínu mati.  Þegar þessi var birt stóð yfir atkvæðagreiðsla í Laugardalshöll um hvort leyfa ætti hundahald í Reykjavík.  Ég endurskrifa textann sem er á myndinni þar sem hún er ekki nógu skýr:

Vegna kosninganna, sem senn fara fram með eða móti hundahaldi í Reykjavík, hafa hundahaldarar þegar tekið upp baráttu fyrir áframhaldandi hundahaldi. Í grein eftir grein og klausu ertir klausu lýsa hundahaldarar því hversu vel hafi tekist til um hundahaldið þessi ár sem því hefur verið nauðgað upp á borgarbúa. Borgarstjórinn Davíð Oddsson, sem mun vera einn hundahaldaranna, hefur þegar lýst því yfir að ekki sé víst að mark verði tekið á niðustöðu atkvæðagreiðslunnar með eða móti hundahaldi í Reykjavík..