Ruv birtir ítarlega frétt um hvolp sem týndist og var í gæslu Heilbrigðiseftirlitsins í 16 klukkustundir áður en eigandi var látinn vita. Svar við gagnrýni á vinnubrögðum hundaeftirlistsins eru ansi rýr og að mínu mati enn ósvarað.
Svörin sem koma fram í greininni:
Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins, segir að hundurinn hafi ekki verið með merkta hálsól.
Guðmundur segir að ekki sé nóg að dýr séu með örmerkingu undir húð. Borgari í Kópavogi hafi hringt um fjögurleytið á fimmtudag og sagst hafa fundið hvolp. Fulltrúi frá heilbrigðiseftirlitinu hafi sótt hvolpinn og farið með hann á hundahótelið. „Það skiptir máli, þegar við erum með á þriðja þúsund hunda hér á suðursvæðinu og aðeins meira í Reykjavík, að dýr séu merkt þannig að almenningur sjái hvar þau eiga heima og símanúmer þar. Það myndi skipa skapa meiri friðsæld um gæludýrahald í þéttbýli,“ segir Guðmundur.
Guðmundur segir að merkingar verði að vera þannig að almenningur geti lesið þær. Sérstakt tæki þurfi til þess að lesa örmerkingar.
Í fyrra bárust Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 74 tilkynningar um að hundur gengi laus. Þá bárust 64 tilkynningar um ónæði vegna hunda og tólf tilkynningar um árásargirni hunda.
Guðmundur svarar því ekki hvort vinnubrögðin séu í samræmi við gildandi reglur um velferð gæludýra. Auðvitað er best að allir hundar séu með merkta hálsól þannig að þeir sem finna þá geti látið vita. En þegar þeir eru ekki merktir er hringt í Heilbrigðiseftirlitið.
Þetta sérstaka tæki sem þarf til að lesa örmerkingar er lófatæki litlu stærri en farsímar og hljóta að vera í bílum hundaeftirlitsmanna og er alls ekki dýr búnaður. Mér finnst þeirri spurningu enn ósvarað Af hverju gildir ekki 12. grein í Reglugerð um velferð gæludýra sem segir:
Ávallt skal, eins fljótt og auðið er, leitað eftir örmerki dýrs sem fangað hefur verið. Ef ekki næst í umráðamann eða dýrið er ómerkt skal dýr án tafar flutt í dýraaðstöðu sveitarfélags
(breytt leturgerð ÞB)
——————————————————————————-
sjá greinina í heild sinni:
RUV Leituðu hunds sem var hjá heilbrigðiseftirliti
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
Tuttugu manns leituðu árangurslaust að Schäffer-hvolpi í Breiðholti í sjö klukkutíma á fimmtudag. Hvolpurinn reyndist allan tímann vera í geymslu á vegum Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Matthildur Sigurðardóttir, eigandi hvolpsins Spora, segir að fjölskyldan hafi verið orðin mjög áhyggjufull. Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins, segir að hundurinn hafi ekki verið með merkta hálsól.
Matthildur segir að eiginmaður hennar hafi verið með Spora úti í garði þegar síminn hringdi. Hann hafi svarað í símann en á meðan hafi Spori notað tækifærið og stungið af. Fjölskyldan hafi strax farið að leita og ræktandi hundsins hafi einnig komið og með mannskap með sér. Matthildur segir að stjúpdóttir hennar hafi hringt á dýraspítala en hvolpurinn hafi ekki verið þar. Þá hafi hún hringt á Hundahótelið að Leirum og þar hafi verið Schäffer-hvolpur sem passaði við lýsinguna. Þær upplýsingar hafi fengist að heilbrigðiseftirlitið hefði komið með hvolpinn fyrr um daginn. Heilbrigðiseftirlitið hefði svo hringt og látið vita af hvolpinum um klukkan hálftíu morguninn eftir. Fjölskyldan hafi þá sótt hvolpinn.
Guðmundur segir að ekki sé nóg að dýr séu með örmerkingu undir húð. Borgari í Kópavogi hafi hringt um fjögurleytið á fimmtudag og sagst hafa fundið hvolp. Fulltrúi frá heilbrigðiseftirlitinu hafi sótt hvolpinn og farið með hann á hundahótelið. „Það skiptir máli, þegar við erum með á þriðja þúsund hunda hér á suðursvæðinu og aðeins meira í Reykjavík, að dýr séu merkt þannig að almenningur sjái hvar þau eiga heima og símanúmer þar. Það myndi skipa skapa meiri friðsæld um gæludýrahald í þéttbýli,“ segir Guðmundur.
Gagnrýnt að eigendur séu ekki látnir vita strax
Á vefsíðunni Hundalífspóstur eru vinnubrögð heilbrigðiseftirlitsins gagnrýnd. Það sé óviðunandi að hundi sé haldið í sextán klukkustundir án þess að eigandinn sé látinn vita. Guðmundur segir að merkingar verði að vera þannig að almenningur geti lesið þær. Sérstakt tæki þurfi til þess að lesa örmerkingar.
Matthildur er afar þakklát þeim sem aðstoðuðu við leitina að Spora og að hann hafi fundist. Hún segir að strax hafi verið bætt úr merkingum og núna sé Spori með merkta hálsól.
Í fyrra bárust Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 74 tilkynningar um að hundur gengi laus. Þá bárust 64 tilkynningar um ónæði vegna hunda og tólf tilkynningar um árásargirni hunda.
http://www.ruv.is/frett/leitudu-hunds-sem-var-hja-heilbrigdiseftirliti
Related