Málefni vinnuhunda rædd í kvöld

Þórhildur Bjartmarz

Áhugasamir hundaeigendur komu saman í kvöld í hundaskólanum Hundalíf til að ræða málefni vinnuhunda í HRFÍ. Yfirskrift fundarins var; Hver er staðan í dag og hvernig getum við gert vinnuhundasportið áhugavert.  Á fundinn mættu um 25 manns og meðal góðra gesta voru 4 frambjóðendur til næstu stjórnar HRFÍ. Góð stemming var á fundinum, umræðan fór víða og stundum langt út fyrir málefni kvöldsins.

Allir fengu tækifæri til að segja sína skoðun og margar góðar tillögur komu fram sem vonandi nýtast til að gera vinnuhundasportið áberandi á næstu árum. Umræðan var um vinnuhunda (brukshund) en ekki veiðihunda. Niðurstaðan: Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í þessu skemmtilega sporti og því þurfum við að breyta. Stöndum saman í því að efla vinnuhundasportið í HRFÍ og gerum vel þjálfaða hunda sýnilegri.

Fundurinn var haldinn sunnudaginn 3. maí sl

thorhildurbjartmarz@gmail.com