Stjórn DSÍ fordæmir

Á ruv.is birtist þessi grein í dag;

Öryrkjar þurfa að losa sig við gæludýr

Öryrkjar sem búa í íbúðum á vegum Öryrkjabandalags Íslands þurfa að losa sig við gæludýr sín samkvæmt nýjum reglum sem hafa tekið gildi. Stjórn Dýraverndunarsambands Íslands fordæmir þetta í bréfi sem það sendi stjórn Brynju, hússjóði Öryrkjabandslagi Íslands og Öryrkjabandalaginu

Í bréfinu kemur fram að rannsóknir hafi sýnt að gæludýraeign hafi góð áhrif á
andlega og líkamlega heilsu fólks. Í því ljósi sé ákvörðun Brynju mannfjandsamleg og óskiljanleg. 

Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands segir að sú stefna húsnæðisfélaga að banna alfarið gæludýrahald sé gamaldags og úrelt og lýsi ekki skilningi á hlutverki gæludýra né áhrifum þeirra á lífsgæði fólks.  Jafnframt segir Halla að með þessari ákvörðun sé vegið að rétti fólks til einkalífs á heimilum sínum. Auk þess sé hunda- og kattahald ekki bannað með lögum.

Dýraverndunarsambandið óskar því eftir því að reglur um gæludýraeign verði endurskoðaðar og að reynt verði að koma til móts við þarfir íbúa.

(ÁGÚSTA ARNA SIGURDÓRSDÓTTIR)