Samantekt um sporapróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 2018

Einungis fjögur sporapróf hafa verið haldin á árinu. Ætlunin var að halda sex próf en þátttaka var ekki nóg til að halda þeirri áætlun. Apríl prófið féll niður en prófað var 23. maí og 22. júní. Tvö próf voru svo haldin í haust þann 31. ágúst og 13. september. Október prófinu var hins vegar aflýst.

Þrír dómarar dæmdu prófin, Albert Steingrímsson, Þórhildur Bjartmarz og Kristjana Guðrún Bergsteinsdóttir sem dæmdi sitt fyrsta sporapróf fyrir HRFÍ í júní.

Þessir hundar náðu einkunn:

Spor I

100 stig Svarthöfða Jon Bon Jovi – eigandi: Guðbjörg Guðmundsdóttir (23/5 A.S)

100 stig Ibanez White Shephard Fjalladís – eigandi: Þórhildur Bjartmarz (22/6 K.G.B)

90 stig Great North Golden Articwolf – eigandi: Guðbjörg Guðmundsdóttir (23/5 A.S)

80 stig Ibanez White Shephard Fjalladís – eigandi: Þórhildur Bjartmarz (23/5 A.S)

 

Spor II

100 stig Abbadís – eigandi: Þórhildur Bjartmarz (23/5 A.S)

100 stig Ibanez White Shephard Fjalladís – eigandi: Þórhildur Bjartmarz (31/8 A.S)

92 stig Froynju Aska – eigandi: Hildur Pálsdóttir (13/9 Þ.B)

72 stig Svarthöfða Jon Bon Jovi – eigandi: Guðbjörg Guðmundsdóttir (A.S)

 

Spor III

92 stig Abbadís – eigandi Þórhildur Bjartmarz (31/8 A.S.)

Abbadís hefur fengið viðurkenningu HRFÍ sem íslenskur sporameistari ISTrMe

 

 

Vinnuhundadeild HRFÍ mun fljótlega skipuleggja dagskrá vinnuprófa fyrir árið 2019 og áætlar svipaða dagskrá sporaprófa, þrjú vorpróf og þrjú haustpróf.