Undirbúningur fyrir sumarið er í fullum gangi

Þórhildur Bjartmarz

Það er einungis tæplega tvær vikur þar til að sumarbúðir Hundalífs opna á Snæfellsnesinu. Um helgina var unnið hörðum höndum við að yfirfara tæki og bæta umhverfið. Eitt stærsta tækið sem við köllum A var brotið eftir stormasaman vetur en handlaginn smiður gekk í verkið og nú er það eins og nýtt.

Deild íslenska fjárhundsins er með frátekna fyrstu helgina í júní og schaferdeildin þá síðustu. Það stefnir því í góða mætingu í Eyja- og Miklaholtshreppinn þar sem vinnusamir hundaeigendur ætla að koma saman til að æfa hundana sína og eiga skemmtilega stund saman.

Dagsetningar má sjá; http://hundalif.is/?a=1000&b=412

Garðabær 18. maí 2015 hundalif@hundalif.is