Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 19. apríl

Þórhildur Bjartmarz:

Annað hlýðnipróf ársins var haldið í dag, 19. apríl á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ í reiðskemmu Sprettara á Kjóavöllum. Alls voru 5 hundar skráðir í prófið og skiptist þannig í keppnisflokka:

1 hundur var skráður í Bronspróf.

1. sætið með 167,5 stig af 180 mögulegum og Bronsmerki HRFÍ Sóley og Ditta Tómasdóttir 

Til að ná einkunn í Bronsprófi þarf 90 stig að lágmarki og til að ná Bronsmerkinu þarf a.m.k. 5 í öllum æfingum.

 

3 hundar voru skráðir í Hlýðni 1 próf
1 hundur fékk I einkunn, 1 hundur fékk II. einkunn, 1 hundur fékk III. einkunn

1. sæti með I. einkunn 176,5 stig King og Katrín Jóna
2. sæti með II. einkunn 144,5 stig Hrói og Elín Lára Sigurðardóttir
3. sæti með III. einkunn 127,5 stig Mylla og Rúna Borgfjörð

Til að ná einkunn í Hlýðni 1 prófi þarf 100 stig – hámarksstigafjöldi er 200 stig

 

1 hundur var skráður í Hlýðni 2. Með III. einkunn 117 stig af 200 mögulegum Gjóska og Elín Lára Sigurðardóttir

Dómari var Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri var Hildur Pálsdóttir
Ritari var Stefanía Sigurðardóttir

 

Prófið hófst kl. 9 og stóð yfir til ca 11. og gekk vel fyrir sig í alla staði.

F.h. Stjórnar Vinnuhundadeildar þakka ég fyrir góðan dag á þessu fyrsta degi sumars.