Bókatíðindi

Út er komin bókin „Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana“ eftir Ólaf Hauk Símonarson. Aftan á bókarkápu segir höfundur:

Ugla og Fóa voru fyrstu hundarnir sem ég kynntist að einhverju ráði. Fyrir mér höfðu hundar verið hávaðasamir, loðnir ferfætlingar sem gátu gert ákveðið gagn úti í sveit en áttu ekkert erindi inn í borg nema kannski sem lögreglu- eða varðhundar. Mér þótti algjör fásinna að taka inn á heimili hálfvillt dýr sem gegndu engu hlutverki en heimtuðu samt mat sinn og engar refjar. Að tveir púðluhundar yrðu félagar mínir og vinir – nei, því hefði ég aldrei trúað um sjálfan mig. Til þess að mynda vinskap verður maður að lifa tilfinningalífi og hundar lifa ekki tilfinningalífi: þeir eru lifandi vélar – það var trú mín. Ég er maðurinn sem fór í hundana.

Í bókinni er því síðan lýst hvernig Ugla og Fóa ná Ólafi Hauki á sitt band svo úr verður einlæg vinátta. Nokkuð sem við sem eigum eða höfum átt hund þekkjum vel. Bókin er kynnt sem barnabók en ég er þeirrar skoðunar að hún eigi ekki síður erindi til fullorðinna.

bókin Ugla + Fóa og maðurinn sem fór í hundana                           OLYMPUS DIGITAL CAMERA                           Á Hríseyjrferjunni 2

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

P1000487                              UGLA OG FÓA 073