Sporapróf Vinnuhundadeildar HRFÍ nr 1 2021

Fyrsta sporapróf ársins 2021 var haldið í dag 2. september. Einungis tveir hundar voru skráði í prófið báðir í eigu Hildar Sif Pálsdóttur.  Báðir hundarnir voru skráðir í Spor I.

 

  1. sæti með 90 stig I. einkunn Forynju Bara Vesen – German shepherd dog IS26981/19
  2. sæti með 85 stig II. einkunn Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn – German shepherd dog IS26982719

Prófið fór fram á Hólmsheiðinni við bestu skilyrði í 13 stiga hita og smá andvara. Hundarnir skiluðu frábærri sporavinnu en minniháttar mistök drógu þá niður í einkunn.

Til hamingju með árangurinn Forynju-ræktun.

Prófstjóri og sporaleggjari: Erna Sigríður Ómarsdóttir

Dómari: Þórhildur Bjartmarz