Af heimasíðu Félags ábyrgra hundaeiganda:
http://www.fah.is/
FÁH hefur borist svarbréf frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Frumrit skannað í pdf skjal.
Vísað er til spurninga sem bárust með tölvubréfi dags. 2. apríl sl. frá Félagi ábyrgra hundeigenda. Meðfylgjandi eru svör Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
- Hvar eru óskilahunda geymdir? Hundar og dýr í vörslum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru geymd í geymslum á hverjum tíma sem standast kröfur Matvælastofnunar vegna dýraverndar og Heilbrigðiseftirlits vegna þjónustu þar um.
- Hvað er gert til þess að reyna að hafa uppi á eiganda hunds sem finnst innan borgarmarka Reykjavíkur? Allt er gert til að finna úr um eignarhald á handsömuðum hundum. Um leið og liggur fyrir hver eigandi er er tafarlaust haft samband við viðkomandi.
- Er einhver munur á verklagi varðandi hunda sem eru örmerktir og þeirra sem ekki eru það? Að vissu leiti en ekki hvað varðar aðbúnað eða slíkt ef um handsamaða hunda er að ræða , en þar sem ekki er hægt að komast eignarhald á ómerktum hundum þar eru aðrar kröfur skv. Dýraverndunarlögum um t.d. lengd á geymslu. Eins er óheimilt að sleppa óörmerktum hundum fyrr en búið er að bæta úr því og skrá hundinn.
- Hvert er dagsgjald hjá þeim vörsluaðila sem hýsir óskilahunda fyrir Reykjavíkurborg? 2.900 kr.
- Hvers vegna er Hundaeftirlit Reykjavíkur ekki með upplýsingasíðu, eins og t.d. á Facebook, þar sem hægt er að sjá tilkynningar um týnda og fundna hunda? Engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíka upplýsingagjöf og er Heilbrigðiseftirlitið með heimasíðu á vefnum sem bent er á vegna almennra upplýsinga. Hundeigendur í Reykjavík geta hringt í símanúmer hundaeftirlitsins til að komast að því hvort hundur sé í vörslum þess en ef um skráða hunda er að ræða þarf þess ekki þá er haft samband við viðkomandi eiganda.
- Í hversu mörg útköll fara hundaeftirlitsmenn að meðaltali á dag? Það er eins misjafnt og dagar ársins eru margir en að jafnaði nokkrar á dag auk eftirfylgniferða vegna mála í vinnslu.
- Hverjar eru hæfniskröfur sem gerðar eru til hundaeftirlitsmanna? Engar sérstakar menntunarkröfur eru gerðar til hundaeftirlitsmanna enda ekki lögverndað starfsheiti en ríkar kröfur um hæfni í mannlegum samskiptum auk reynslu af umgegni við hunda, tölvufærni o.fl. Sem myndi þá koma fram í atvinnuauglýsingu.
- Hvernig eru samskiptum lögreglu og hundaeftirlits háttað þegar kemur að óskilahundum, sérstaklega ef óskilahundur er gripinn utan opnunartíma hundaeftirlitsins? Sé lögregla með óskilahund í sínum vörslum að kvöldi eða nóttu sem ekki hefur verið vitjað er haft samband við hundaeftirlitið sem sækir hundinn að morgni og ef um helgi er að ræða að honum sé komið í hundageymslu á vegum hundaeftirlitsins.
- Þegar hundur er fjarlægður af heimili er þá beðið um heild til þess fyrir dómstólum? Það fer eftir eðli máls og gert ef hundur fæst ekki afhentur eftir mildari leiðum.
- Hversu margar kvartanir (sundurliðað eftir umkvörtunarefni) berast á hverju ári til hundaeftirlitsins?
2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 |
418 | 420 | 387 | 466 | 497 | 499 | 439 | 416 | 273 | 262 |
Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur en sundurliðun en flestar kvartanir beinst að fleiri en einum þætti í sömu kvörtun s.s. að hundar séu haldnir í óleyfi í fjöleignahúsum og ónæði og óþrif stafi af.
- Hvernig eru verkferlar hjá Hundaeftirliti Reykjavíkur þegar hundur glefsar eða bítur fólk? Það fer eftir eðli máls og alvarleika hverju sinni og hvort sá sem fyrir árás verði vilji fara með málið lengra. Að öðru leiti vísast til heimilda í 19. gr. Samþykktar um hundahald nr. 478/2012.
- Ef hundaeftirlitsmaður kemur auga á lausan hund, hvað gerir hann þá? En ef eigandi er nálægt, er brugðist öðruvísi við þá? Hundaeftirlitsmenn bregðast ávallt við og ef hundeigandi er á staðnum er málið rætt við hann og bent á að lausaganga sé bönnuð ef um slíkt svæði er að ræða og að hundeigandi beri ábyrgð að slíkt gerist ekki aftur. Ef eigandi er ekki til staðar er hundurinn tekinn og málið rannsakað.
- Hversu lengi eru óskilahundar geymdir áður en þeim er lógað? Það fer eftir eðli máls hverju sinni.
- Er haft samband við félög eins og Dýrahjálp áður en hundi er lógað? Nei enginn formlegur vettvangur er um slíkt.
- Hversu mörgum hundum hefur verið lógað frá árinu tvö þúsund? Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir frá árinu 2000 en frá árinu 2008-2015 hefur 67 hundum verið lógað. Aflífun hunda hefur fækkað mikið og var t.d. Árið 2014 4. hundum lógað og 2015 1. hundi. Þetta helst í hendur við minni lausagöngu.
- Af hverju er ekki boðið upp á að skrá hunda í gegnum rafræna Reykjavík? Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur reynt að fá þetta í gegn í áratug án árangurs.
- Ber hundaeiganda alltaf að vera með merki frá Hundaeftirlitinu á skráðum hundi? Hver eru viðurlögin við því að setja ekki merki á skráðan hund? Ef hundur er ómerktur er hundeigenda gert að bæta þar úr sbr. 11. gr. samþykktar nr. 478/2012. Viðurlög við brotum á hundasamþykktinni er að finna í 22. gr.
- Er aðeins hægt að ná í hundaeftirlitsmenn á auglýstum símatíma? Hundaeftirlitsmenn svara í síma allan daginn virka daga frá kl. 8:20-19:00
- Hversu margar fyrirspurnir fékk hundaeftirlitið á síðasta ári varðandi hundahald í Reykjavík? Sú tala liggur ekki fyrir í heild en daglega berst fjöldinn allur af fyrirspurnum sem Þjónustuver, riatari hundaeftirlits og hundaeftirlitmenn svara. En innkomnar hringingar bara til Þjónustuvers vegna hunda og annarra dýra til heilbrigðiseftirlitsins árið 2015 voru nálægt 2000 erindi.
- Samkvæmt vefsíðu Hundasamfélagsins þá týndust 195 hundar í desember 2015 og janúar 2016. Hversu margar tilkynningar um týnda hunda bárust hundaeftirlitinu á þessum tíma? Til hundaeftirlitsins í Reykjavík bárust færri tilkynningar þar um, ekki er hægt að fá þessu tölu nákvæmlega sundurliðaða úr tölvukerfinu miðað við 195 tilkynningar til Hundasamfélagsins en það er kannski talan á landsvísu. Einnig er það svo að hundeigendur sem ætla sér að brjóta hundasamþykkt hvað varðar skráningar eða eru með mál í þvingunarferli hjá Heilbrigðiseftirlitinu tilkynna ógjarnan hingað slík brot eða óhöpp að missa frá sér hund.
Virðingarfyllst
f.h. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
Árný Sigurðardóttir
framkvæmdastjóri