Félagsgjald HRFÍ

Þórhildur Bjartmarz

Á fundinum með frambjóðendum í Gerðubergi í gær var rætt um afslátt á félagsgjöldum fyrir fjölskyldur. En hvað kostar að vera félagi í HRFÍ 2015? Samkvæmt heimasíðu HRFÍ er einstaklingsgjaldið  7,500 en hjónagjald 10,600 sem gerir 3,100 króna viðbót við einstaklingsgjaldið. Er ekki  ástæða til að hugsa málið frekar. Með því að lækka félagsgjöldin, ná í nýja félaga og ákveða eitt gjald fyrir alla getur félagið náð sömu innkomu í félagsgjöldum. Sámur þarf ekki að vera innifalinn í félagsgjöldum það má selja blaðið í áskrift og á sýningum félagsins.

Það er mikið að greiða 7,500 fyrir félagsaðild í HRFÍ. Félagið þarf fleiri hundaeigendur í félagið, það þarf að gera sérstakt átak til að ná í hinn almenna hundaeigenda. Það er hægt með því að lækka félagsgjöldin og vera sýnilegri í umfjöllun um fjölbreytt og skemmtilegt hundahald. Oft segir hundafólk að það sé ekki í HRFÍ því það hefur ekki áhuga fyrir sýningum. Viðurkennum að aðaláhersla félagsins eru sýningar og því verður að breyta. Forysta HRFÍ þarf að sýna í verki að HRFÍ er félag allra hundaeigenda. Við hundaeigendur þurfum nauðsynlega slíkt félag.