Framboðsfundur HRFÍ í kvöld

Þórhildur Bjartmarz

Frambjóðendur til stjórnar HRFÍ voru kynntir í Gerðubergi í kvöld. Það var einkar ánægjulegt fyrir okkur félagsmenn að fá tækifæri til að spyrja væntanlega stjórnarmenn um álit þeirra á ýmsum málefnum.

Allir frambjóðendurnir komust vel frá fundinum og ekki spurning að það verða spennandi kosningar á næsta aðalfundi.  Um 30-40 manns mættu á fundinn og færri komust að en vildu með spurningar.

Takk fyrir þetta framtak, ég held að allir hafi gengið fullir bjarsýni úr húsi.  Það eru spennandi tímar framundan hjá HRFÍ. Ágætir frambjóðendur takk fyrir að gefa kost á ykkur til starfa í stjórn félagsins