Hundurinn minn

Sóley Halla Möller svarar spurningum Hundalífspóstsins:

Hvað heitir hundurinn þinn/hundarnir þínir/teg og aldur?

Ég á  8 ára shetland sheepdog,

4 ára pommarinen og

3 ára Toy poodle  þetta eru allt innfluttir rakkar frá Góðum vinum í Svíþjóð .

 

Af hverju valdir þú þetta kyn?

Þessi hundakyn völdu mig og það er algjör tilviljun.

 

Hversu lengi hefur þú átt hund/hunda?

Fyrsti hundurinn kom á heimili mitt þegar ég var 18 ára en það var Golden Retriever en ég hef alltaf verið í kringum hunda frá því man eftir mér en ég bjó í New York frá 1-3 ára og þar var Stori Dani sem bjó í næsta húsi og var hann mikið hjá okkur og við vorum miklir félagar .

 

Er lífið betra með hundum?

Það er engin spurning að lífið er betra með hundum og það eru forréttindi að eiga hund og fyrir börnin mín að alast upp með hundum.
Sóley

 

Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri? 

 Ég vildi óska að við gætum stytt eða hætt með einangrun en þessi einangrun er barn síns tíma hins vegar getum við þakkað fyrir að fyrst að við þurfum að hafa einangrun að við erum með svo frábært fólk að hugsa um dýrin okkar á meðan þau eru þar . 

 

hrfi sýning 18. - 20. sept 2015 010