Jórunn Sörensen:
Það urðu miklar og fróðlegar umræður í kjölfar sýningar á myndinni: „Íslenski fjárhundurinn“ í Garðheimum laugardaginn 2. apríl. Kynningin var í boði Royal Canin.
Það var Þórhildur Bjartmarz sem sá um kynninguna ásamt Brynhildi Bjarnadóttur. Hundurinn Skuggi átti einnig að kynna kynið og sjálfan sig en fékk það ekki því hundar eru ekki leyfðir í kaffistofu Garðheima en þar fór kynningin fram. Þetta var mjög miður þar sem lifandi hundur eru þúsund sinnum betri kynning en kvikmynd hversu góð og vel gerð hún annars er.
En ég minntist á umræðurnar sem voru mjög skemmtilegar. Komið var inn á allar fjórar tegundir hunda sem voru á Íslandi til forna sem og þau svín sem landnámsmenn fluttu til landsins en eru nú löngu horfin. Svo mikill var áhugi gesta á því sem Þórhildur hafði að segja að hún fletti upp í fyrirlestrum sínum um hunda á Íslandi frá upphafi vega.
Sannarlega frábær stund.