Söfnun fyrir aðgerð á Amy

Damian Davíð:

Sæl öll

Nú þurfum ég og Amy á hjálp að halda. Ég flutti þessa yndislegu tík til landsins fyrir viku síðan. Á föstudeginum er haft samband við mig úr einangrun því Amy er draghölt. Þegar ég spyr út í hvað hafði gerst er mér sagt að hún hafi komið svona til landsins. Nú skoðaði dýralæknir hana við komuna til Íslands og úrskurðaði hana alheilbrigða.

Svo líður helgin og Amy er mynduð í dag, og þá kemur í ljós að hún er tvíbrotin á öðrum framfæti. Ég hafði samband við ýmsa aðila út af þessu en staðreyndin er sú að hún þarf að fara í mjög kostnaðasama aðgerð til að laga fótinn. Öll mín fjárráð fóru í kostnaðinn við að flytja hana inn og því biðla ég núna til ykkar allra um aðstoð við að hjálpa mér að greiða þessa aðgerð. Hún kostar á milli 250-300 þúsund samkvæmt því sem dýralæknir sagði við mig í dag.

Öll hjálp er vel þegin kæru hundavinir

Söfnunarreikningur er: 0114-05-061629 og kennitala 300995-3229

davið