Hundurinn minn

Friðrik Friðriksson svarar spurningum Hundalífspóstsins:

Hvað heitir hundurinn þinn/hundarnir þínir/teg og aldur?

Hundurinn minn heitir Harry en í ættbók Kolgrímu Golden Boy.  Harry er þriggja og hálfs árs shafer, glæsilegur og geðgóður hundur.

Af hverju valdir þú þetta kyn?

Shaferinn heillaði okkur strax,  tignarlegur, traustur og meðfærilegur að öllu leyti.  Ég hef verið með mína hunda í sporaleit sérstaklega og þar eins og í annarri vinnu er shaferinn frábær.  Í sporaleitinni er aðal málið vinnugleði hundsins, það geta allir hundar fundið slóð. Sumir eru þó ekkert sérstaklega áhugasamir um það.

Hersu lengi hefur þú átt hund/hunda?

Þetta er þriðji shaferinn okkar, áður komu Erró og Hekla.  Við höfum fjölskyldan átt hund síðan 1995.  Foreldrar mínir áttu poddle, Lubba, þegar ég var unglingur.  Ég var auk þess öll sumur í sveit innan um hunda og önnur húsdýr.  Þeir hafa því verið fyrirferðarmiklir í mínu lífi.

Hvernig lýsir þú samskiptum þínum/fjölskyldunnar og hundsins?

Í seinni tíð sinnum við Harry bæði jöfnum höndum.  Ég sé þó um vinnuæfingar,  sporaleit, hlaup með gönguskíðum eða hjólið.  Svo eru komin barnabörn sem kætast yfir félaga Harry

Er lífið betra með hundum?

Lífið með hundi er betra alla vega fyrir okkur sem gera þetta að lífstíl. Því það er sannarlega val og með hundaeigninni kemur auðvitað skuldbinding sem menn verða að rísa undir.  Þeir sem fara í hundana komast fæstir þaðan aftur…

 

júlí 2015 139júlí 2015 142

júlí 2015 162IMG_2926

IMG_2969júlí 2015 182