Ætlaði ekki að hræða Merkel

mbl.is: For­seti Rúss­lands, Vla­dimir Pútín, ætlaði ekki að hræða Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands þegar hann kynnti hana fyr­ir Labra­dor tík sinni árið 2007. Pútín út­skýrði sína hlið í sam­tali við þýska dag­blaðið Bild á dög­un­um.

Sam­kvæmt frétt CNN réðst hund­ur á Merkel árið 1995 og hef­ur hún verið hrædd við hunda síðan. Mynd­ir sem tekn­ar voru af Merkel og tík­inni Konni vöktu at­hygli á sín­um tíma þar sem má sjá hvernig Merkel líður óþægi­lega í návist dýrs­ins á meðan Pútín bros­ir. Konni var kynnt fyr­ir Merkel í sum­ar­húsi for­set­ans í Sochi í Rússlandi í janú­ar 2007.

„Ég vildi bara vera vina­leg­ur,“ sagði Pútín aðspurður út í at­vikið í viðtal­inu við Bild sem birt­ist í blaðinu á mánu­dag­inn. „Þegar ég komst að því að hún væri ekki hrif­in af hund­um baðst ég strax af­sök­un­ar.“

Sagt var frá at­vik­inu í grein um Merkel í The New Yor­ker árið 2014. Þá var vitnað í Merkel sem á að hafa sagt blaðamönn­um seinna að hún hafi skilið af hverju Pútín kom með hund­inn.

„Ég skil af hverju hann þurfti að gera þetta, til að sanna að hann væri karl­maður. Hann ótt­ast sína eig­in veik­leika. Rúss­land á ekk­ert, hvorki far­sæl stjórn­mál né ár­ang­urs­rík­an efna­hag. Allt sem þeir hafa er þetta,“ á Merkel að hafa sagt.

Í viðtali Bild við Pútín hrós­ar for­set­inn Merkel. Hann neit­ar þó fyr­ir að hafa ein­hvern tím­ann sagst hafa dáðst að henni. „Ég sagði það aldrei. Ég kann að meta hana því hún er mjög fag­mann­leg og op­in­ská,“ sagði hann.

Pútín bætti við að þrátt fyr­ir spennu milli Rúss­lands og Vest­ur­veld­anna, deila báðar hliðar því mark­miði að berj­ast við íslamska hryðju­verka­menn.

„Við þurf­um miklu meiri alþjóðlega sam­stöðu í bar­átt­unni við hryðju­verk, sem er stór áskor­un,“ sagði Pútín. „Þó við séum ekki alltaf sam­mála um allt, ætti eng­inn að taka því sem af­sök­un til að segja okk­ur vera óvini.“

Tík­in Konni lést árið 2014, þá fimmtán ára göm­ul. Pútín tók hana með sér til að hitta fjöl­marga þjóðarleiðtoga og lifði hún ef­laust æv­in­týra­legu lífi. Hægt er að fræðast um tík­ina á http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/14/aetladi_ekki_ad_hraeda_merkel  860464 Tony Blair hittir Konni