Þórhildur Bjartmarz
Í Féttablaðinu í dag. Undir dálknum Einkamál er mynd og í textanum segir; Eigandi hunds af stærri gerðinni er beðinn að koma að biðskylduskiltinu við norðvesturhorn Klambratúns. Vinsamlegast hafið með plastpoka. Ætli eigandi stóra hundsins hafi gert þarfir sínar eða „kúkað“ við biðskylduskiltið? Það er auðvitað mjög áberandi að vera með stóran hund við þessa iðju en etv hefur eigandinn talið að stór hundur gæfi gott skjól í norðanáttinni sem geysar þessa dagana.
En grínlaust þá tel ég að svona auglýsing nái ekki til þeirra sem skilja eftir hundaskít og annan óþrifnað hvar sem þeir fara. Þessum örfáu hundaeigendum er alveg sama um allt og alla og umhverfið sitt líka. Auglýsingin nær hins vegar alveg örugglega til þeirra sem eru mótfallnir hundum í borg svo ég tala nú ekki um þá sem eru á móti hundum á Klambratúni. Þeir geta kjamsað á svona auglýsingum út í eitt og ætla ég þá að segja í lokin „verði þeim það að góðu“.
thorhildurbjartmarz@gmail.com