Um hundaheimsóknavini

Þórhildur Bjartmarz:

Meðfylgjandi upplýsingar eru um heimsóknavini með hund á heimasíðu Rauða krossins: Post_2013.10.16_animal-therapy-can-provide-huge-135088_1_dog_5_head_injury

Heimsóknavinur með hund er eitt verkefni heimsóknavina. Heimsóknavinir af þessu tagi, þar sem hundurinn er í aðalhlutverki, eru þekktir víða um heim og sums staðar taka hundarnir virkan þátt í þjálfun og endurhæfingu sjúklinga. Hundavinirnir á vegum Rauða krossins fara í reglubundnar heimsóknir á stofnanir og heimili m.a. til langveikra barna, aldraðra og fatlaðra.

 

Hundaheimsóknavinir

Rannsóknir hafa sýnt fram á að reglubundnar heimsóknir með hunda bæta líðan og lífsgæði þeirra sem heimsóttir eru

hundur
Þó nokkur undirbúningur liggur að baki hverrar heimsóknar. Eigendur hundanna þurfa að byrja á því að fara á þriggja tíma námskeið fyrir almenna heimsóknavini og klukkutíma námskeið sem er sér sniðið að hundaheimsóknum. Eftir það þarf að láta skoða hundinn til að ganga úr skugga um að hann henti í verkefnið. Standist hundurinn matið er fundinn gestgjafi sem vill fá heimsókn frá hundi og eiganda hans.

http://www.raudikrossinn.is/page/rki_hvad_heimsoknavinir_hundavinir