Fleiri njóta stuðnings hunds í flugi

Lára Halla Sigurðardóttir/larahalla@mbl.is

Færst hef­ur í vöxt að viðskipta­vin­ir Icelanda­ir ferðist með hunda sem veita þeim and­leg­an stuðning. Aðallega er um banda­ríska rík­is­borg­ara að ræða og gilda sér­stak­ar regl­ur um ferð viðskipta­vin­ar­ins. Þarf hann meðal ann­ars að skila vott­orði og dvelja á af­mörkuðu svæði í flug­stöðinni á meðan hann bíður eft­ir tengiflugi sínu.

Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, seg­ir aðspurður að um sé að ræða tvö til þrjú til­felli á mánuði og starfs­fólkið orðið vart við að þess­um til­fell­um fari fjölg­andi.

Seg­ir hann einnig að gerðar séu ráðstaf­an­ir ef aðrir farþegar geta af ein­hverj­um ástæðum ekki hugsað sér að hafa hund­inn ná­lægt sér. Þá séu gerðar ráðstaf­an­ir til að mæta þörf­um fólks­ins og hafa farþegar meðal ann­ars verið færðir til í vél­um flug­fé­lags­ins.

Hund­ur sem veit­ir and­leg­an stuðning fylg­ir meðal ann­ars ein­stak­ling­um sem glíma við and­leg veik­indi og/​eða geðsjúk­dóma.

sjá alla greinina: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/09/23/fleiri_njota_studnings_hunds_i_flugi/