Fyrirspurn til MAST vegna þörungaeitrunar

Þórhildur Bjartmarz:

Hundalífspósturinn sendi fyrirspurn til MAST vegna fréttar á heimaskíðu SKK þar sem varað var við þörungaeitrun.

Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir sendi eftirfarandi svar:  Takk fyrir ábendinguna, ég mun biðja sérgreinadýralækni gæludýra að kanna málið sérstaklega varðandi hugsanlegar hættu vegna hunda. Hér á landi er fylgst með þörungaeitri í tengslum við kræklingaeldi/tínslu kræklinga og gefnar út viðvaranir ef hætt er talin stafa af neyslu kræklinga. Fram til þessa hefur vöktunin og viðvaranir eingöngu verið vegna hættu fyrir fólk, en við könnum málið.

Hundalífspósturinn þakkar MAST fyrir skjót og greinargóð svör

http://www.agria.se/hund/artiklar/sjukdomar-och-skador/Symtom-pa-algforgiftning/