Æfingabúðir Hundalífs á Snæfellsnesi 25. til 27. júní

Í æfingabúðum Hundalífs á Snæfellsnesi voru eigendur 10 schäfer hunda, 6 íslenskra fjárhunda og 1 dvergschnauzer, samankomnir til að æfa hlýðni, spor og hundafimi. Hitastigið þessa 3 daga var á milli 15-20 stig sem var nokkuð hátt bæði fyrir menn og hunda.  Hér eru nokkrar myndir frá þessum skemmtilegu dögum.