Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar 21. apríl

Gunnhildur Jakobsdóttir:

Það voru átta hundar skráði í bronsprófið og einn í hlýðni eitt sem forfallaðist. Prófið fór fram í Reiðhöll Andvara á Kjóavöllum. Dómari var Björn Ólafsson, prófstjóri Gunnhildur Jakobsdóttir og ritari Ragnhildur Gísladóttir. Átta hundar þreyttu bronsprófið sem hófst kl. 10 og lauk kl. 12.
Allir hundar hlutu yfir 100 stig í dag. Aðeins einn hundur náði öllum æfingum og hlaut bronsmerkið, það var hann Heimsenda Heiti Björn með 161 stig. Það var gaman að sjá alla áhorfendur á pöllunum sem klöppuðu fyrir hverjum hundi. Skemmtilegur dagur, hundarnir stóðu sig vel en því miður voru ekki fleiri hundar sem hlutu bronsmerkið í þetta sinn.

2  áhorfengur íhlýðni