Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar 10. okt

Þórhildur Bjartmarz:

Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar var haldið í Andvara á laugardaginn. Flokkaskipting og niðurstöður voru:

Bronspróf: 2 hundar skráðir, annar fékk Bronsmerki HRFÍ, hinn er ekki með viðurkenndan árangur

Hlýðnipróf I: 3 hundar skráðir, 1 hundur tók prófið en er ekki með viðurkenndan árangur

Hlýðnipróf II: 2 hundar skráðir, annar hundurinn fékk I. einkun, hinn er ekki með viðurkenndan árangur

Dómari var Björn Ólafsson, prófstjóri var Erla Heiðrún