Dagur hundsins 26. ágúst 2015

Jórunn Sörensen:

Dagur hundsins 26. ágúst 2015

Ágætu stjórnir/félagsmenn í Félagi hundaeigenda á Akureyri FHA, Félagi hundaeigenda á Egilsstöðum, Hundaræktarfélagi Íslands HRFÍ, og Taumi hagsmunafélags hundaeigenda í Árborg og nágrenni.

Stjórn Félags ábyrgra hundaeigenda, FÁH, hefur áhuga á að efna til samstarfs við ykkur um að halda upp á Dag hundsins 26. ágúst nk. með það markmið í huga að vekja athygli á gildi hundsins í fjölskyldunni og okkar daglega lífi. Verið er að sækja um leyfi til göngu með hundana hér í Reykjavík og einnig til þess að fá að halda sýningu vinnuhunda í Hljómskálagarðinum.

Það væri ánægjulegt og einnig gagnlegt fyrir hundahald í þéttbýli ef félög hundaeigenda sameinast, hvert á sínum stað, um eitthvað sem vekur jákvæða athygli á hundahaldi.

Og að lokum ein mikilvæg spurning: Vitið þið um félög hundaeigenda víðar á landinu? Ef svo er biðjum við ykkur vinsamlega að láta okkur vita.

Með bestu kveðju

f.h. stjórnar FÁH

Jórunn Sörensen

www.fah.is

http://www.nationaldogday.com