Er ávinningur í hótunum?

Þessarar spurningar spyr lesandi Hundalífspóstsins í Rangárþingi sem sendi okkur meðfylgjandi auglýsingu úr blaði sem gefið er út á Suðurlandi. Lesandinn sem er hundaeigandi furðar sig á hótunum í auglýsingunni og skrifar m.a:

„þá er ekki annað að sjá en að verið sé að hóta hunda- og kattaeigendum í Rangárþingi Ytra til hlýðni.“

„… fara í einu og öllu eftir ákvæðum hennar svo forðast megi óþægindi og kostnað sem leiðir af brotum“

 „Búast má við hertum aðgerðum í kjölfar þessarar tilkynningar…“

……..Nú kemur ekkert fram hvað er síendurtekið verið að kvarta yfir við Þjónustumiðstöðina, er það hundaskítur, lausaganga, hávaði eða eitthvað annað. Það er ekki verið að biðja um samvinnu við hundaeigendur heldur skuli þeir hlýða annars hljóti þeir verra af.

auglýsing