Aðalfundur HRFÍ á morgun 26. maí

Þórhildur Bjartmarz:

Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn á morgun 25. maí.

Eftir langa sýningarhelgi verður aðalfundur félagsins haldinn á Hótel Sögu. Herdís Hallmarsdóttir er sjálfkjörin nýr formaður félagsins en kosið verður um tvo stjórnarmenn og einn varamann. Viðtal við Herdísi sem birt var í Mbl í síðustu viku má sjá hér á síðunni undir yfirskriftinni „samfélagið viðurkenni hunda“.

Mbl: Herdís Hallmarsdóttir, varaformaður Hundaræktendafélags Íslands, kallar eftir réttarbótum fyrir hundaeigendur.

Herdís gefur félagsmönnum góða von um breytingar þegar hún segist í viðtalinu kalla eftir réttarbótum fyrir hundaeigendur. Fyrir mistök blaðamannsins er hún sögð varaformaður Hundaræktendafélags Íslands.  En er það ekki einmitt verkefni nýrrar stjórnar að sýna það og sanna á opinberum vettvangi að félagið er ekki hagsmunafélag hundaræktenda heldur félag allra hundaeigenda?

Nú verður kosið á tveimur stöðum. Á Akureyri verður Svæðafélag Akureyrar með fjarfundabúnað. Þar geta félagar í HRFÍ komið saman á fund í Draupnisgötu og nýtt sér atkvæðisrétt sinn.

Af heimasíðu HRFÍ: Aðalfundur verður haldinn í Kötlu á Radisson BLU Saga Hotel Hagatorg, 107 Reykjavik, þriðjudaginn 26. maí kl.20:00

Dagskrá:

Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað

  1. Skýrsla stjórnar HRFÍ
  2. Heiðrun heiðursfélaga
  3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum endurskoðenda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar.
  4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar
  5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil
  6. Lagabreytingar
  7. Kosning formanns HRFÍ og annarra stjórnarmanna skv. 10.gr.
  8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara
  9. Kosning siðanefndar
  10. Önnur mál

Á fundinum hafa þeir einir kjörgengi sem greitt hafa félagsgjald sitt fyrir það ár sem aðalfundur er haldinn á, fimm virkum dögum fyrir aðalfund.

Á aðalfundinum verður kosið um:

Formann
Í framboði er Herdís Hallmarsdóttir

Tvo meðstjórnendur – Í framboði eru:
Daníel Örn Hinriksson                 til vara í varastjórn
Eyrún Arnardóttir                        til vara í varastjórn
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Guðný Vala Tryggvadóttir           til vara í varastjórn
Pétur Alan Guðmundsson           til vara í varastjórn
Þórdís Björg Björgvinsdóttir        til vara í varastjórn

Einn varamann – Í framboði er:
Brynja Tomer