FCI logó til að mótmæla Yulin hátíð í Kína

Af heimasíðu Hundaræktarfélags Íslands:

FCI hefur látið útbúa logó til að mótmæla hátíð um hundaát sem fram fer í Yulin í Kína. Hundakjöts-hátíðin í Yulin í Kína fer fram 22. júní ár hvert. Þar kemur fólk saman og borðar hundakjöt til að fagna sumarsólstöðum, en árið 2014 voru um 10 þúsund hundar drepnir á hátíðinni í Yulin til að metta hátíðargesti.  Hundaræktarfélag Íslands gerði alvarlegar athugasemdir við hátíðina í fyrra og sendi meðal annars kínverskum yfirvöldum harðort bréf þar sem hátíðinni var mótmælt.

Félagsmenn eru beðnir um að standa saman um að deila logóinum á sem flestum samfélagsmiðlum.

fci-ban-yul