Hundaræktarfélag Íslands mótmælir hundaáti

Stjórn HRFÍ setti sig í dag í samband við Kínverska Sendiráðið á Íslandi og mótmælti harðlega “hátíð um hundaát” sem er árlegur viðburður í Yulin í Kína.  Stjórn lýsti andúð á athæfinu og hvatti til þess að yfirvöld gripu í taumana og stöðvuðu óhugnaðinn sem þarna ætti sér stað.  Að sama skapi setti stjórn sig í samband við Kínverska hundaræktarfélagið og lýsti afstöðu sinnar til hátíðarinnar og hvatti félagið til að berjast harkalega gegn þessum árlegu misþyrmingum og lýsti stuðningi við slíkri baráttu. sjá meira;http://www.hrfi.is/freacutettir