Þriðja sporapróf Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldið í dag á Hólmsheiðinni. Þrír hundar tóku próf í Spori I. Þessir þrír hundar eru úr sama gotinu og bera ræktunarnafnið Forynju en þeir náðu 1. árs aldri nú í ágúst. Þau gotsystkynin náðu öll prófi, 1 með fyrstu einkunn og 2 með aðra einkunn. Þar með eru fimm af sex hundum sem hafa náð prófi í Spori I á árinu úr sama goti sem er frábær árangur og vil ég óska ræktandanum Hildi S. Pálsdóttur til hamingju með þennan glæsilega árangur.
- sæti 95 stig Forynju Breki og Sölvi Snær Guðmundsson
- og 3. sæti 85 stig Forynju Bylur og Sonja M Júlíusdóttir og Forynju Bara Vesen og Hildur Pálsdóttir
Forynju Breki og Sölvi Snær eru komnir í forystuna um hæstu stigagjöf ársins í Spori I en enn eru tvö próf eftir samkvæmt dagskrá á þessu ári.
Prófið fór fram við Nesjarvallaleið á Hólmsheiðinni við bestu aðstæður.
Prófstjóri: Ingibjörg Friðriksdóttir
Dómari: Þórhildur Bjartmarz
F.h. Vinnuhundadeildar vil ég þakka þeim sem tóku þátt og svo prófstjóranum sem sá um sporalagnir