Ólíkari tegundir hef ég ekki séð

Anna D. Hermannsdóttir  fór sem áhorfandi á veiðipróf fyrir fuglahunda í dag og deilir hér með okkur hugleiðingum sínum

Sumardagurinn fyrsti 2015. Ég hef verið í hundunum í þó nokkurn tíma en þó ætíð einbeitt mér að vinnuhundum í tegundahópi 1,2 og terrier hundum. Þessar 3 grúppur eiga það sameiginlegt að þurfa vinna undir aga og styrkri stjórn.  Einnig hef ég lært og ígrundað lengi eðli þeirra tegunda sem ég unni mest, Risaschnauzer, dvergschnauzer, Dobermann, schafer og Briard En fyrir mínar tegundir gildir það alltaf að þær séu hlýðnar, geta sporað og lært fjarlægðarstjórnun með jafnaðargeði. Stundum þarf mikla þolinmæði og langan tíma til að ná markmiðinu. Ég hef ígrundað eðli hundana mjög vel til þess að skilja þá sem best, einkum þeirra sem ég hef komið nálægt í þjálfun undanfarin ár. En með hækkandi aldri vildi ég auka þekkingu mína og vinna með breiðari þjálfun án þess þó að missa af mikilli útiveru og því frelsi sem fylgir að leyfa hundi að veiða eða nýta grunneðli sitt. Dvergschnauzerarnir sem ég hef ræktað og hafa verið þjálfaðir af mér hafa allir fengið að nýta grunneðli sitt til veiða. Því taldi ég líklegast að vinna með fuglahund myndi uppfylla skilyrði mín þó svo að ég hafi beðið í mörg eftir því að láta þann draum rætast.

En ólikari tegundir hef ég ekki séð. Dvergschnauzer vs. Fuglahundur. Mun auðveldara er að stýra dvergschnauzer í veiði en fuglahundi að því komst ég í dag þegar ég  gekk  með í prófi í nokkra klukkutíma í annað skipti á ævinni. Fyrra prófið sem ég gekk með fannst mér ekki erfitt en fannst furðulegt að hægt væri að dæma hund fyrir vinnu sem leit út fyrir óvanan leikmanninn mig, sundruð hlaup fram og tilbaka á miklum hraða. Mínir hundar nota ekki loftlykt þeir spora, þessir hundar taka loftlykt og því er vinnan allt önnur. Gangan í dag var þó betri þar sem meira sást til hundanna en mér fannst ennþá að  stjórnleysi ríkti í hegðun þeirra og tími færi í alltof mikil hlaup fram og tilbaka. En samkvæmt dómara var þetta góð vinna en mismikill styrkleiki í hundunum. Fullt af orðum sem ég skyldi ekki fyrr en eftir að hafa hlustað a.m.k 6 sinnum á sama orðið og með bendingum dómara í útskýringum kom þetta. Mér varð ljóst í dag að þrátt fyrir mína víðamiklu þekkingu á hundum og eðli þeirra er mikið sem hægt er að læra í viðbót. Það eina sem maður kemst að í raun sama hvað ég læri að ég veit ekkert J En það sem ég tel mikilvægast fyrir alla sem fá sér hund að það þarf að ígrunda grunneðli þeirra og sögu. Það á að vera gaman að eiga hund en ekki barátta við hann eða á milli hans og annarra hunda á heimilinu. Því hætti ég við að fá mér minn drauma fuglahund, Vorsteh og helst strýhærðan. Óháð hvað ég treysti mér til að þjálfa og vera með þurfa tegundir að passa saman. Fuglahundur er sterkur, stór og orkumikil. Skapgerð hans og eðli er ræktað og þróað til að gefast ekki upp. Þessu eðli þarf að sinna en með annarri vinnu en dvergschnauzer eða hunda í grúppu 2. Sennilega væri auðveldara að bera saman eðlið í fjárhundi og fuglahundi  þar sem smölun og leit eiga stærri sameigilegan grundvöll en varðeðli og vöktun. En eftir daginn í dag er ég samt ánægð með þá ákvörðun mína að fá mér fuglahund því þeir eru auðþjálfaðri á margan hátt og tekur sennilega styttri tíma að þjálfa hann í sitt fyrsta fuglapróf með árangur í huga. En fuglahundur er ekki bara fuglahundur og því þarf að vanda valið og eftir góð ráð erlendra dvergschnauzer ræktanda mun Breton hæfa mínum hundum mun betur en Vorsteh þegar hugsað er um grunneðli og samlyndi. Stefni því að ganga með áfram þar til ég fæ minn hund til þess að læra meira og skilja meira í sjálfri fuglahundavinnunni á heiði. Sóknarvinnuna skil ég og kann ég að þjálfa.

11116531_10206723272823250_1743079535869623818_n-1