Þórhildur Bjartmarz:
Fyrsta sporapróf ársins hjá Vinnuhundadeild HRFÍ var haldið nú í kvöld. Einungis 6 hundar voru skráðir í prófið, 4 í spor I og 2 í spor II. Sporaslóðirnar voru lagðar í Sléttuhlíðinni í Hafnarfirði.
Í spori I náðu 3 hundar prófi:
- sæti með 100 stig Svarthöfða Jona Bon Jovi (Nóri) og Guðbjörg Guðmundsdóttir
- sæti með 90 stig Great North Golden Articwolf (Virgill) og Guðbjörg Guðmundsdóttir
- sæti með 80 stig Ibanez White Shepard Fjalladís og Þórhildur Bjartmarz
Í spori II tók 1 hundur prófið:
- sæti með 100 stig Abbadís og Þórhildur Bjartmarz
Annar hundur var skráður í spor II en slasaðist fyrir próf og var því fjarri í kvöld.
Prófið gekk í alla staði vel fyrir sig. Veður var með betra móti miðað við undanfarna daga.
Prófstjóri var Kristjana Guðrún Bergsteinsdóttir
Dómari var Albert Steingrímsson
F.h. stjórnar Vinnuhundadeildar HRFÍ þakka ég þeim Alberti og Kristjönu fyrir sitt framlag og þátttakendum fyrir skemmtilega samveru
Royal Canin / Dýrheimar gáfu verðlaun