Bók um border collie hunda á þýsku

Border Collies in Island –  Herden, Menschen, Naturgewalten

Bók sem skrifuð er á þýsku um border collie smalahunda á Íslandi eftir Caroline Kerstin Mende kom út nú í lok janúar. Bókin er í skemmtilegu formi, í stærðinni 15 x 21 cm og í mjúkri glæsilegri kápu sem prýdd er fallegum myndum af border collie hundum í vinnu.

Saga border collie hunda á Íslandi er rakin, sagt frá einstökum gæðahundum og rætt við eigendur þeirra.

Í tölvupósti sem Carolene sendi segir hún:

 Í þýskumælandi löndum eru margir Border Collie eigendur sem eiga hvorki hross né kindur og gera sér oft ekki grein fyrir að smalaeðli þessara hunda þarf útrás. Síðustu tveir kaflarnir fjalla þess vegna sérstaklega um einkenni smalaeðlisins og sýna möguleika hvernig hundurinn getur komið í þjálfun og vinnu með hjarðdýrum þótt eigandin sé ekki bóndi. Bókin er fáanleg hjá Eymundsson og hjá Carolinu sjálfri sem er búsett í Hvammshlíð milli Blönduós og Sauðárkróks.

 

DSC_0343                        DSC_0344