Fyrsta sporapróf ársins 2020

Fysta sporapróf ársins á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldið við ágætis aðstæður á Hólmsheiðinni í kvöld í 10 stiga  hita og austanátt. 5 hundar voru skráðir í prófið allir af tegundinni German shepherd dog. 3 hundar náðu II. einkunn en 2 náðu ekki prófinu. Tveir þátttakendur voru að þreyta frumraun sína í sporaprófi og höfnuðu í 1. og 2. sæti. Til hamingju með glæsilegan árangur stelpur gaman að sjá unga fólkið mæta í vinnuprófin.

  1. sæti með 88 stig af 100 IS23461/17 Forynju Bestla. Stjórnandi var Berglind Rán en þær stöllur tóku Bronspróf sl þriðjudag með góðum árangri. Þetta var fyrsta sporapróf Berglindar sem er með sinn fyrsta hund og búin að ná frábærum árangri í hlýðni og spori en Þoka eins og Berglind kallar tíkina er aðeins 10 mánaða gömul.
  2. sæti með 85 stig IS26578/19 Forynju Ára. Stjórnandi var Snærún Ynja þetta var einnig fyrsta sporaprófið sem Snærún tekur þátt í en hún er aðeins 16 ára. Ára var hins vegar 1.árs í dag
  3. sæti með 80 stig IS23461/17 Gjósku Vænting. Stjórnandi var Tinna Ólafsdóttir.

Dómari Þórhildur Bjartmarz

Prófstjóri Guðbjörg Guðmundsdóttir

Ritari og aðstoð Erna Ómarsdóttir

Vinnhundadeild HRFÍ þakkar þeim sem komu að þessu prófi.