Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ nr 2 2020

Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ nr 2 2020

Kvöldpróf haldið í reiðskemma Sprettara Hattarvöllum 21. júní

 

Bronsmerkjapróf:

4 hundar voru skráðir í þennan flokk – 2 mættu ekki – 1 náði prófi en 1 náði ekki lágmarkseinkunn

  1. sæti með 141,5 stig og Bronsmerki HRFÍ: IS 26987-19 Forynju Bestla – German shepherd dog. Stjórnandi Berglind Helgadóttir. Þetta var frumraun þeirra Berglindar og Þoku eins og Berglind kallar tíkina og náðu þær einkunn í öllum æfingum.

 

Hlýðni I próf:

2 hundar voru skráðir í þennan flokk  – annar hundurinn náði I. einkunn og hinn II. einkunn.

  1. sæti með 183 stig: IS 23107-17 Forynju Aston – German shepherd dog. Stjórnandi Heiðrún Huld. Þetta var í þriðja sinn sem þau náðu I. einkunn í hlýðni I og uppfylla þar með skilyrði fyrir OB-I titli.

     2. sæti með 144,5 stig: IS 25027-18 Ivan von Arlett – German shepherd dog. Stjórnandi Hildur Pálsdóttir. Ivan fékk 0 í einni æfingu sem dró einkunnina verulega niður en Ivan hefur margsýnis sýnt betri árangur en nú í kvöld.

Hlýðni III próf:

2 hundar voru skráðir í þennan flokk  – annar hundurinn náði II. einkunn og hinn III. einkunn

  1. sæti með 254,5 stig: IS 19838-14 Vonziu´s Asynja – German shepherd dog. Stjórnandi Hildur Pálsdóttir.Einungi munaði 1,5 stigi að Asynja náði I einkunn sem hefði gefið Hildi og Ynju Hlýðnimeistaratitilinn.
  2. sæti með 219 stig: IS 24111-17 Ibanez W. S. Fjalladís – White swiss shepherd. Stjórnandi Þórhildur Bjartmarz. Þetta var frumraun Fjalladísar í þessum keppnisflokk því hún kláraði hlýðni II flokkinn fyrir mánuði síðan.

 

Dómari: Silja Unnarsdóttir

Prófstjóri: Marta Sólveig Björnsdóttir

Ritari: Tinna Ólafsdóttir

Starfsmönnum prófsins eru færðar góðar þakkir fyrir sín störf