Myndir frá Landskeppni Smalahundafélags Íslands

Þórhildur Bjartmarz:

Það var skemmtilegt að fylgjast með keppni Smalahundafélagsins í dag og í gær á Hornarfirði. Einbeittni og vinnuvilji border collie hunda er alveg ótrúlegur og það er eins og ekkert í veröldinni geti truflað þá þegar rollur eru nærri. Nema þá skipanir stjórnandanna sem þeir verða að hlýða og það gerðu vel þjálfaðir og undirbúnir hundar sem kepptu um helgina. Hér fylgja nokkrar myndir úr Unghundaflokki og B. flokki sem teknar voru í gær laugardag.