mbl: Hundar komast ekki heim
Félag ábyrgra hundaeigenda segir að miðað við tækni nútímans sé með „öllu óskiljanlegt hvað það tekur marga hundaeftirlitsmenn langan tíma að koma óskilahundum til fjölskyldna sinna“.
Félagið segir dæmi um að ekki hafi spurst til hunda í langan tíma, jafnvel yfir helgi, eftir að þeir voru fangaðir. Þetta kemur fram í bréfi stjórnar félagsins til borgarfulltrúa í Reykjavík og kjörinna fulltrúa í öðrum sveitarfélögum þar sem starfandi er hundaeftirlit.
Minnt er á að hundaeigendur séu skattgreiðendur og greiði auk þess sérstakt gjald fyrir að halda hund. Þau svör sem hundaeigendur hafi fengið séu „að hundaeftirlitsmenn starfi bara á skrifstofutíma, séu ekki með örmerkjaskanna í bílnum hjá sér o.s.frv.“, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Félagið skorar á yfirvöld að fara eftir reglugerð um velferð gæludýra þar sem segir að ávallt skuli og eins fljótt og auðið er leita eftir örmerki dýrs sem fangað hefur verið.
mbl Guðni Einarsson
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/02/24/hundar_komast_ekki_heim/
Myndin tók Ágúst Ágústsson á Degi íslenska fjárhundsins