DYRAAUDKENNI.IS

Á FB síðu Félags ábyrgra hundaeigenda er þessi tilkynning:

Við hvetjum hundaeigendur til að fara inn á www.dyraaudkenni.is og athuga hvort þeirra dýr sé skráð í grunninn. Eins bendum við þeim sem eiga skráð dýr í grunninum að yfirfara allar upplýsingar um dýrið og eiganda þess og setja mynd af dýrinu inn í grunninn.

Hundalífspósturinn tekur undir með FÁH og hvetur alla hundaeigendur til að skoða vefinn og athuga hvort  uppgefnar upplýsingar séu réttar.

 

Á vefnum dyraaðkenni má finna eftirfarandi upplýsingar: 

DYRAAUDKENNI.IS

Völustallur ehf (dyraaudkenni.is) er nýtt félag í eigu Dýralæknafélags Íslands. Markmið félagsins er að halda utan um einstaklingsmerkingar gæludýra og gera upplýsingarnar aðgengilegar á netinu. Með því er verið að tryggja velferð dýranna og auka líkur á að dýr í vanskilum komist aftur til eigenda sinna.

Gagnagrunnurinn hefur nú verið opnaður til skráningar á einstaklingsmerkingum gæludýra. Upplýsingar um fyrri skráningar hafa verið varðveittar bæði hjá dýralæknum og öðrum . Reynt hefur verið eftir fremsta megni að flytja inn í grunninn þær upplýsingar sem hægt var að nálgast. Því miður eru fyrri skráningar hvorki einhlýtar né fullkomnar. Stóð valið því á milli þess að hefja skráningar frá fyrsta degi opnunar gagnagrunnsins, eða að setja inn þær nokkuð takmörkuðu upplýsingar sem fyrir lágu, í von um að notendur grunnsins sýni því skilning og bæti inn, og leiðrétti það sem upp á vantar. Seinni leiðin var valin og viljum við því vinsamlegast biðja notendur um að leiðrétta gögnin eftir bestu getu ef rangar upplýsingar koma fram í grunninum, svo hann nýtist sem skildi. Einnig viljum við hvetja notendur til að senda inn ábendingar og villutilkynningar (smellihnappur á vinstri spássíðu) ef einhverjir hnökrar koma í ljós við notkun á grunninum.

HVAÐ EF DÝRIÐ ÞITT TÝNIST?

* Ef dýrið þitt er örmerkt og skráð í miðlægan gagnagrunn www.dyraaudkenni.is kemst það yfirleitt fljótt til skila.
* Við innskráningu í gagnagrunninn geturðu sett inn mynd af dýrinu og skráð það týnt.
* Hafið samband við dýraeftirlit á svæðinu (kettir á höfuðborgarsvæðinu: Kattholt).
* Setjið inn auglýsingu á Dýrahjálp, Bland.is o.s.frv.

 

HVAÐ EF ÞÚ FINNUR DÝR?

* Ef dýrið er eyrnarmerkt gerið leit á www.dyraaudkenni.is.
* Ef ekkert merki finnst leitið til dýralækna, hundaeftirlits/Kattholts (kettir höfuðborgarsvæði) eða lögreglu til að fá dýrið skannað og flett upp í gagnagrunninum.
* Á www.dyraaudkenni.is finnur þú yfirlit yfir þjónustu og mikilvæg símanúmer.