Hundurinn minn

Ester Bíbí Ásgeirsdóttir:

  1. Hvað heitir hundurinn þinn/hundarnir þínir/tegund og aldur?

Hundurinn minn heitir Aska og er huskyblendingur. Mamma hennar var hálfur siberian huský og pabbi hennar hreinn malamut huský. Hún er fjögurra ára.

  1. Af hverju valdir þú þetta kyn?

Okkur hafði lengi langað í hund en bjuggum þá í íbúð í Reykjavík og langaði ekki í hund í þær kringumstæður. Það var svo að um það bil sem við festum kaup á einbýlishúsi í Hafnarfirði að okkur blóðlangaði í hund. Okkur langaði ekki í svona pínulítinn töskuhund heldur einhvern stærri. Husky er auðvitað svakalega fallegur og einhvern veginn náttúrulegur útlits ef svo má að orði komast. Hundur frænda okkar eignaðist á þessu tímabili ákkúrat hvolpa, sem hún Aska okkar var ein af. Við völdum hana úr hvolpahópnum meðan hún passaði ennþá í lófann á okkur.

  1. Hersu lengi hefur þú átt hund/hunda?

Við höfum átt hana síðan hún mátti flytja frá mömmu sinni og elskum hana út af lífinu. Hún er ein af fjölskyldunni svo einfalt er það. Annars hafði ég ekki átt hund í dálítinn tíma eða síðan ég flutti af heiman. Þá átti ég æðislega tík, bordercollie/íslenskur fjárhundur, blending sem var svo trygg mér að ég fæ enn tár í augun þegar ég hugsa um hana.

737444_10151421034776320_877096223_o       11174879_10153351193951320_7335859874812574346_n

  1. Hvernig lýsir þú samskiptum þínum/fjölskyldunnar og hundsins?

Allir í fjölskyldunni eiga sitt eigið samband við hundinn. Við erum 5 manna fjölskylda og oftast förum við, foreldrarnir með hana í göngu á morgnanna og kvöldin en inn á milli getur hún farið auka ferðir með því að véla unglingana til samstarfs með fallegu augunum sínum. Hún er frábær karakter og það er magnað hvað þessi dýr eru miklir einstaklingar eins og mannfólkið. Við eigum líka litla kisu sem elskar Ösku líka. Þeirra samband er dálítið fyndið. Inn á milli horfir kisa ástleitin á Ösku og þvær henni þegar hún sefur en Aska alveg skynlaus á það og stígur iðulega ofan á kisu þegar hún á leið hjá. Kisa vill samt ólm komast í gönguferðir með okkur og eltir okkur oft langar vegalengdir. Aska passar upp á kisu á sinn klunnalega hátt. Hún tryllist til dæmis stundum þegar hún er að horfa út um gluggann og er hrædd um að einhver sé að fara abbast upp á litlu vinkonu hennar og kisa mjálmar þegar henni finnst Aska ekki hafa nógu ferskt vatn í dallinum sínum. Svona vinna þær saman. Samt er Aska auðvitað líka stór hundur og að sjá þær leika sér saman kemur manni stundum til að standa ekki á sama. En alltaf heldur kisa áfram að stríða Ösku svo ekki finnst henni í það minnsta að sér steðji nokkur hætta af henni.

  1. Er lífið betra með hundum?

Þrátt fyrir þá vinnu sem líf með hundi kallar óneitanlega á er lífið mikið betra með henni. Vinnan verður bara eitt af því sem þarf að sinna fyrir fjölskylduna og er ekkert val. Hún Aska og Dimm Dimm (kisa litla) eru bestar og órjúfanlegur hluti af tilverunni.

 

Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri? 

Ég vil að það komi moltufötur víðar um borgina. Efsat um að nokkur maður sé að nota þessa rusladalla á hundasvæðum nema fólk með skít í poka. Það væri dásamlegt ef fólk setti skítinn þá í þessa maispoka frekar en plast og gæti sett slíka poka með góðri samvisku í brúnar fötur við hundasvæðin og algengar gönguleiðir. Ég þoli nefnilega ekki að sjá skít í plastpoka liggjandi um allar jarðir, varla hægt að ætlast til þess að nokkur hafi lyst á því að tína þetta upp. Þetta er ömurlegt fyrir allt fólk sem vill lifa lífinu með hundum. Kemur óorði á og hækkar óþol gagnvart hundahaldi.

Stöndum saman, með jörðinni og dýrunum okkar!

16790_10152913961696320_1387188874142081073_n        12828389_10154712348021632_4805300748649837711_o