mbl: Hund­ar kom­ast ekki heim

mbl: Hund­ar kom­ast ekki heim

Fé­lag ábyrgra hunda­eig­enda seg­ir að miðað við tækni nú­tím­ans sé með „öllu óskilj­an­legt hvað það tek­ur marga hunda­eft­ir­lits­menn lang­an tíma að koma óskila­hund­um til fjöl­skyldna sinna“.

Fé­lagið seg­ir dæmi um að ekki hafi spurst til hunda í lang­an tíma, jafn­vel yfir helgi, eft­ir að þeir voru fangaðir. Þetta kem­ur fram í bréfi stjórn­ar fé­lags­ins til borg­ar­full­trúa í Reykja­vík og kjör­inna full­trúa í öðrum sveit­ar­fé­lög­um þar sem starf­andi er hunda­eft­ir­lit.

Minnt er á að hunda­eig­end­ur séu skatt­greiðend­ur og greiði auk þess sér­stakt gjald fyr­ir að halda hund. Þau svör sem hunda­eig­end­ur hafi fengið séu „að hunda­eft­ir­lits­menn starfi bara á skrif­stofu­tíma, séu ekki með ör­merkjask­anna í bíln­um hjá sér o.s.frv.“, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag. Fé­lagið skor­ar á yf­ir­völd að fara eft­ir reglu­gerð um vel­ferð gælu­dýra þar sem seg­ir að ávallt skuli og eins fljótt og auðið er leita eft­ir ör­merki dýrs sem fangað hef­ur verið.

mbl Guðni Ein­ars­son

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/02/24/hundar_komast_ekki_heim/

Myndin tók Ágúst Ágústsson á Degi íslenska fjárhundsins